Evrópuþráhyggjan versnar

Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að losunarheimildir fyrir koltvísýtring á Íslandi skuli fengnar frá ESB með því að Ísland gangi inn í losunarkerfi ESB. Hún veit ekki að það kerfi er ónothæft og þjakað af svindli. Þetta þýðir í framkvæmd að ESB mun stjórna miklu og hafa neitunarvald um iðnaðaruppbyggingu framtíðarinnar hér en Íslendingar hafa hingað til ráðið því sjálfir hvenær, hvaða og hvort iðjuver eru reist hér. Þetta gerist á sama tíma og ljóst er orðið að ekkert alþjóðlega bindandi samkomulag næst um málið enda skortir það enn vísindalegan grundvöll. Einnig undirbýr ríkisstjórnin milljarðaaustur í þróunaraðstoð við ESB lönd (í gegnum þróunarsjóð EFTA sem er einn af aðgangsmiðum EES-samnings alræmda). Þetta gerist á sama tíma og tekjur landsins hafa hrapað, þúsundir íslenskra fjölskyldna þurfa aðstoð og ríkissjóður berst í bökkum en sendir starfsmenn sína í hópum út á gaddinn. Og þörfin fyrir atvinnuuppbyggingu hefur aldrei verið meiri.

http://www.stjr.is/Thingmalaskrar/

Aukið lýðræði - Svissneska leiðin

Frosti Sigurjónsson á áhugaverðan pistil:

Það er óumdeilt að Sviss býr við meira og beinna lýðræði en flest önnur ríki og þannig hefur það verið í meira en 130 ár. Á þeim tíma hafa þeir haldið áfram að þróa lýðræðisleg vinnubrögð og útkoman er sáttir íbúar og hagkerfi sem gengur eins og klukka. Svo virðist sem Svisslendingum hafi tekist að ná fram kostum fulltrúalýðræðis og beins lýðræðis án teljandi vandkvæða. Um þetta má fræðast í bókinni Guidebook to Direct Democracy (útg. 2010) sem lýsir beinu lýðræði í Sviss og tekur all mörg dæmi um mál og hvernig þeim reiddi af. Ég mæli með þessari bók fyrir alla þá sem hafa áhuga á nútímalýðræði. Eftirfarandi eru nokkrir punktar sem mér fannst áhugaverðir.

 

Smelltu hér til að lesa meira.


Er þörf á Stjórnlagaþingi ?

Eftir Loft Altice Þorsteinsson.

Uggur er í mörgum vegna Stjórnlagaþingsins. Það er ekki vegna þess að breytingar á Stjórnarskránni komi ekki til álita, heldur vegna þess að Samfylkingin hefur haft forgöngu um málið. Samfylkingin ætlar að nota það í tvennum tilgangi. Í fyrsta lagi til að hafa fullveldisréttinn af þjóðinni og hins vegar til að þyrla upp moldviðri og sundra þjóðinni, [...]

Margir eru einnig gagnrýnir á, að Stjórnlagaþinginu er einungis ætlað að þjóna undir meirihluta Alþingis og þar með núverandi ríkisstjórn. Tekið er skýrt fram að Stjórnlagaþingið er einungis ráðgefandi, sem bendir til að almenningi - handhafa fullveldisins, sé ekki ætlað að koma að gerð nýrrar Stjórnarskrár með beinum hætti.

 

Smelltu hér til að lesa meira.


mbl.is Líst ekkert á stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveggja ára afmæli Bretaárásarinnar

Í dag, 8. október, 2010, eru tvö ár síðan Bretastjórn kyrrsetti eignir íslensku þjóðarinnar með „The Landsbanki  Freezing Order“ þar sem notuð voru lög gegn hryðjuverkamönnum og ógnarstjórnum á Ríkisstjórn Íslands, Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið. Sama dag fóru forsætisráðherra og fjármálaráðherra Hennar Hátingnar með óhróður um Ísland í alþjóða fjölmiðla auk þess að taka bæði Landsbanka og Kaupþingsbanka í Bretlandi og setja þá í þrot. Þetta var dagur hruns íslenska bankakerfisins og verstu árásar annars ríkis á Ísland frá landnámi og markar upphaf deilna við lönd og stofnanir ESB sem ekki sér fyrir endann á.  Það eru engin dæmi þess á friðartímum að ein þjóð hafi veist svo að annarri sem bresk yfirvöld gerðu þennan dag gagnvart íslendingum.

Ályktun stjórnar Samtaka fullveldissinna

Tafarlaus lausn á fjárhagsvanda heimila og fjölskyldna.


Það er sorglegt að sjá hvað núverandi ríkisstjórn, sem hefur verið við völd í nærri tvö ár, hefur sýnt vanda skuldugra heimila lítinn skilning þrátt fyrir mikil loforð. Hún nýtti tímann illa meðan á frystingu erlendra lána stóð og það helsta sem hún hefur gert er að fresta uppboðum á skuldugum heimilum. Sú ráðstöfun er aðeins frestur sem hefur safnað kostnaði á hendur íbúðareigenda. Öll önnur úrræði hafa reynst haldlítil.

Þær lausnir sem ríkið hefur stuðlað að er að gefa bönkunum sjálfræði um lausnir. Þær felast eingöngu í að gefa skuldara kost á fresti til að greiða vanskil eða greiðsludreifingar í skamman tíma. Ef mat bankanna er að skuldarinn hafi ekki greiðslugetu til lengri tíma er honum vísað til Ráðgjafastofu heimilanna sem ráðleggur honum að fara í Greiðsluaðlögun samningskrafna, en sú leið er ekkert annað en hálfgildings skuldafangelsi. Ef þessi leið er ekki farin, bíður lögtak og uppboð á eigninni með tilheyrandi kostnaði. Eftirstöðvar skuldanna eftir uppboð halda áfram á dráttarvöxtum sem lögfræðingar fá til innheimtu og heimilt er samkvæmt lögum að rukka allt til dauðadags. Umræðan hefur snúist að mestu um uppboð sem þegar eru komin til dómstóla, en sá fjöldi er aðeins lítill hluti þess sem framundan er.

Hin stóri vandi heimila er hækkun lána þeirra sem skapaðist vegna bankahrunsins og hrun krónunnar. Gengishrunið setti á stað fáránlega hækkun lánskjaravísitölu vegna hækkana á innfluttum vörum. Áhrifin af hruninu á afkomu fólks eru m.a. vegna;

  • Að lán heimila hafa hækkað á bilinu 40-100%.
  • Að laun hafa lækkað um 20-80% vegna atvinnuleysis og samdráttar í atvinnulífinu.
  • Framfærsla hækkað um 40% vegna verðhækkana vöru og þjónustu.
  • Ráðstöfunartekjur hafa minnkað um 10% vegna skattahækkana.

Þetta þýðir í stuttu máli að greiðslugeta almennings hefur hrunið. Frysting lána, dómar Hæstaréttar í gengislánum og tímabundin greiðsludreifing hefur seinkað því að fjármálastofnanir hafi hafið fulla innheimtu lána. Lán margra heimila eru komin langt yfir lækkandi eignarverð þeirra og greiðslugeta fullvinnandi fólks ræður ekki lengur við afborganir og framfærslu. Og framundan er enn skertur kaupmáttur vegna skattahækkana og skerðingu fjölskyldubóta. Það er þessi veruleiki sem blasir við tugþúsunda heimila og fyrir fjölskyldufólk með þessa skertu greiðslugetu er það óbærileg framtíðarsýn.

Það er við þessar aðstæður sem stjórnmálamenn geta komið að gagni. Það er í þeirra höndum að breyta leikreglum þegar nauðsynlegt er. Þeir eru kosnir af þjóðinni til að gæta velferðar hennar.

Enn og aftur þarf alþýðan að bera byrðar þess skaða sem valdastéttir skapa, en til þess að þjóðin sé fús til uppbyggingar þá verður að gæta þess að henni sé ekki ofgert.

Það er ekki of seint að grípa til aðgerða sem létta byrðar stór hluta fjölskyldufólks á Íslandi með aðferðum sem duga. Allir vita að erfiðleikar eru framundan en skapa verður fjölskyldum von og vissu um að þeim verði ekki gert að standa undir byrðum sem er þeim ofviða. Ef núverandi stjórnvöld láta hjá líða að tryggja það, verður að skipta um stjórnvöld. Til eftirtalinna aðgerða þarf að grípa til sem fyrst:

  • Koma á sjóði fyrir fjölskyldur sem eru ofhlaðnar skuldum. Sjóðurinn tekur eignir og skuldir heimilanna til vörslu tímabundið. Þannig má koma í veg fyrir að fjölskyldur séu bornar út af heimilum sínum.

Slíkur sjóður, sem yrði sjálfstæð stofnun í eigu og undir stjórn ríkisins, leysi til sín skuldir og eignir ofhlaðinna fjölskyldna eða kaupi íbúðir þeirra á uppboðum eða semji við lánastofnanir um kaup á þeim og leigi síðan áfram til fyrri eigenda á verði sem samrýmist fjárhagslegri getu fjölskyldnanna á meðan á kreppuástandinu stendur. Slíkur sjóður hefur allt aðrar forsendur til að semja við lánastofnanir en einstaklingar og að halda lánum í skilum og dráttarvaxtalausum. Fyrri eigandi getur síðan keypt eignina aftur síðar þegar efnahagslíf og þar með eignaverð er komið í eðlilegt horf og sjóðurinn þá jafnvel afskrifað hluta skuldanna ef þarf í samræmi við fjárhagslega getu sjóðsins og þann fjárstuðning sem ríkið getur gefið honum.

  • Með breytingum á lögum að tryggja að einstaklingar sem fara í Greiðsluaðlögun samningskrafna verði lausir undan kröfum umfram eignamat sem og ábyrgðarmenn á slíkum kröfum.

Það er ávinningur að einstaklingar komist í eðlilega virkni í samfélaginu sem fyrst eftir fjárhagsáföll. Samfélagið mun fljótt njóta skatttekna í stað þess að einstaklingurinn sé hundeltur af rukkurum og þori ekki að sýna eðlilegar tekjur. Það er líka eðlileg krafa að einstaklingar njóti sömu réttinda og lögaðilar þegar kemur að gjaldþroti. Tryggja þarf einnig að ábyrgðarmenn á lánum sem afskrifuð eru séu jafnfram lausir undan þeim ábyrgðum.


Atlanefndin illa lesin

Atlanefndin vill kalla saman Landsdóm sem fornleifafræðingar telja stofnaðan 1905. En hún vill ekki aðeins ákæra afsetta ráðherra, hún kemur með margar tillögur og vill auka vald Alþingis. Hún vill endurbætur í stjórnsýslu, fjármálakerfi og boðar siðvæðingu.

Sjálfsagt allt í góðri meiningu. En tillögurnar eru sumar haldlitlar eða barnalegar og margar óframkvæmanlegar og aðalatriðin eru ekki nefnd á nafn. Nefndin áttar sig t.d. ekki á (eða vill ekki átta sig á) að Alþingi hefur ekki óskoðað vald til að setja lög. Alþingi þarf að fara eftir lögum ESB á mörgum sviðum sem varða EES-samninginn. Regluverkið um fjármálastarfsemina, sem m.a. leiddi til hrunsins, er frá ESB. Engin lög og reglur verða sett af íslenskum stjórnvöldum sem ekki samrýmast regluverki ESB sem gildir hér vegna EES-samningsins. Allra síst um fjármálageirann. Vald Alþingis verður ekki öflugt né heldur verða stjórnsýslan og fjármálakerfið aðlöguð þörfum landsins meðan EES-samningurinn er í gildi. Nema að nefndin vilji setja neyðarlög um stjórn landsins?

Atlanefndin hefði þurft að fara á námskeið, hún var greinilega ekki vel lesin. Bloggarinn mælir með að hún hefji nú lesturinn, þó seint sé, og byrji á skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, til dæmis 5. bindi.


– Ákærur á ráðherra –

Mikil tíðindi eiga sér nú stað í stjórnmálalífi á Íslandi. Í fyrsta sinn í sögunni hefur Alþingi ákært ráðherra fyrir afglöp í starfi. Meirihluti þingsins vill ákæra með tveim þingályktunartillögum, önnur á þrjá ráðherra að tillögu Samfylkingarinnar, hin á fjóra að tillögu VG, Framsóknar og Hreyfingarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn á móti ráðherraákærum.

Enn á ný er Alþingi klofið eftir flokkslínum þó þingmenn hafi mörg orð um að sjálfstæði Alþingis sé í húfi. Almenningur mun fylgjast með hvernig vinnu Alþingis reiðir af í þessu máli. Nú heyrast háværar raddir innan þings sem utan, jafnvel frá lögmönnum um að Landsdómur sé úrelt fyrirbrigði sem taki ekki tillit til mannréttinda sakborninga og meðferð málsins þar sé á skjön við eðlilegan framgang ákæru.

Fundið er að því að Alþingi ákæri og síðan sé rannsakað. Vinnu Rannsóknarnefndar Alþingi og þingnefndarinnar sögð ekki koma í stað sakamálarannsóknar. Það er ekki að sjá  að þeir sem setja fram þessa gagnrýni og geri um leið lítið úr Stjórnarskránni og vönduðum lögum um Ráðherraábyrgð og Landsdóm hafi kynnt sér lögin sem endurskoðuð voru 1963 að frumkvæði Bjarna Benediktssonar þ.v dómsmálaráðherra og samin af Ólafi Jóhannessyni prófessor og síðar dómsmála-og forsætisráðherra. Við lestur laganna og greinargerðar með þeim kemur í ljós vönduð lögskýring og vilji löggjafans. Þar kemur jafnframt fram sú sérstaða sem lögin og dómurinn hefur eins og sjá má hér að neðan.

Það sem vekur líka athygli er sú hneykslan margra að virðulegir ráðherrar séu dregnir fyrir dóm fyrir vanrækslu í starfi. Ráðherrum hefur gjarnan líkt við skipstjóra, en þeir mega þakka sínu sæla fyrir að vera ekki dæmdir eftir Siglingalögum eins og alvöru skipstjórar.

Samkvæmt Siglingalögum er framgangur á vanræksla skipstjóra með svipuðum hætti og í Landsdómi, þ.e. ásakanir um vanrækslu rannsakaðar í Sjóprófi fyrir Héraðsdómi með vitnum og síðan dæmt í sama dómi. Ef skipstjóri er fundin sekur getur hann átt á hættu 4 ára fangelsi. Ráðherrann fær þó mun vandaðri meðferð og á einungis hættu á að fá 2 ára fangelsi. En skaðinn af vanrækslu skipstjórans getur aldrei orðið sá sem ráðherra getur valdið samfélagi sínu.

Hægt er að lesa greinina í heild sinni á nýju heimasíðu okkar.


Fleiri slæmar afleiðingar EES koma í ljós

Raforkuverð til landbúnaðar hefur hækkað um 78-88% frá 2005. Aðalástæðan er að verðið á dreifingu raforkunnar hefur snarhækkað með breytingum sem gerðar voru á raforkukerfinu vegna tilskipunar frá ESB sem tók gildi hér vegna EES-samningsins. Hagkvæmni glataðist, framleiðsla var skilin frá flutningi og dreifingu. Óþarft og dýrt fyrirtæki var stofnað um flutninginn. „Markaðsvæðingin“ í orkugeiranum kemur nú niður á notendum.

„-Það hlýtur að þurfa að fara yfir hvað hefur farið úrskeiðis við innleiðingu á þessari tilskipun-„

 

segir formaður Bændasamtakanna.

http://www.bondi.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=3061


Enn ein könnunin

Enn spyr Reykjavík síðdegis um afstöðu fólks til ESB-mála, og hafi þau þökk fyrir að gera sínar vefkannanir um þau málefni.

 


Landsmenn ósáttir við ESB aðildarferlið

Nú virðist sem landsmenn séu ekki einungis fráhuga aðild að Evrópusambandinu heldur eru fleiri andvígir aðildarferlinu líka.  Eitthvað hefur starfsmönnum Bylgjunar orðið á því rétt dagsetning er 28. júlí.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband