10.1.2011 | 23:08
Norðurlönd komin í ESB-herinn
framvegis geta tekið þátt í bardögum hvar sem er í heiminum. Aðildarlönd ESB eru nú
skuldbundin til bæði almennrar og hernaðarlegrar þátttöku í hernaðaraðgerðum ESB. Fyrri
helming 2011 sjá Svíar um Norræna bardagahóp ESB (Nordic Battlegroup) og leggja til 1600
hermenn.
Sjá grein um ESB-herinn og margar upplýsandi fréttir í nýjasta riti sænskra ESB-andstæðinga. (pdf)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:12 | Slóð | Facebook
7.1.2011 | 11:10
Bankarán ennþá í tísku? Svoooo 2008!
Guðmundur Ásgeirsson skrifaði góða ádeilu:
"Tveir menn reyndu að fremja bankarán í útibúi Arion-banka í Hraunbæ í morgun, þeir komust undan og leitar lögreglan nú að þeim." segir í fréttum í dag.
Árið 2008 voru allir stærstu bankar landsins tæmdir innan frá, reyndar er núna talið að ránið hafi staðið yfir allt frá árinu 2007 eða jafnvel lengur. Að sögn rannsóknarnefndar Alþingis eru hinir seku fjölmargir, þar á meðal helstu eigendur og stjórnendur bankanna og embættismenn sem létu framferði þeirra óáreitt. Þeir komust allir undan, en enginn leitar að þeim. Það er meira að segja vitað hvar flestir þeirra eru niðurkomnir, en þrátt fyrir það ganga þeir lausir, og hafa það meira að segja margir hverjir ansi gott miðað við landsmenn almennt...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:39 | Slóð | Facebook
24.12.2010 | 17:04
Gleðilega hátíð
Samtök fullveldissinna óska landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar
18.12.2010 | 14:14
EES-samningurinn að eyðileggja saltfiskútflutninginn
Nú hefur sjávarútvegsráðherra bannað notkun hjálparefna í saltfiskframleiðslu. Þetta eru fosföt, óeitruð og með næringargildi, sem notuð eru í matvælaiðnaði um allan heim, ESB meðtalið. ESB leyfir notkun í matvæli, bara ekki í íslenskan saltfisk en við þurfum að hlíta tilskipunum ESB um þetta vegna EES-samningsins alræmda þó alltaf hafi verið sagt að sjávarútvegurinn sé undanþeginn honum. Danir og fleiri banna ekki fosfat í fiskinn í bráð, ekki heldur Færeyingar. Sjávarútvegsráðherra okkar er því nauðugur að beygja sig fyrir hótunum frá ESA, eftirlitstofnun ESB (fréttir telja ESA vera hluta af EFTA en það er blekkingaleikur, ESA er varðhundur ESB sem á að sjá til þess að Ísland, Noregur og Liechtenstein hlýði tilskipunum ESB vegna EES-samningsins). Þetta er stóráfall fyrir íslenskan útflutning. Spurningar hafa vaknað um hvort ESB, með hjálp erindreka sinna hjá ESA, sé með þessu að veikja frekar efnahag Íslands til að mýkja sjálfstæðisviljann vegna tilraunar ESB til að innlima Ísland. Eða kannske er verið að refsa Íslendingum fyrir að vilja veiða makríl sem ESB telur sig eiga, sama þótt hann sé á Íslandsmiðum.
Sjávarútvegsráðherra lét undan hótunum EFTA
Beinar og óbeinar efnahagsþvinganir
Óbilgirni ESA og óvissa um störf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.12.2010 | 11:21
Fullkomlega ólöglegar viðræður við nýlenduveldin
Þær fréttir berast með reglubundnu millibili, að ríkisstjórnin standi í viðræðum við ótilgreinda fulltrúa frá Bretlandi og Hollandi, um forsendulausar kröfur þessara ríkja um skattheimtu á Íslandi. Eins og allir vita, var fjárkúgun nýlenduveldanna hafnað í þjóðaratkvæðinu 06. marz 2010. Íslendingar ætla sér ekki að greiða skatt til Evrópuríkjanna, hvorki undir formerkjum Icesave né formerkjum Evrópuríkisins.
Með þjóðaratkvæðinu 06. marz 2010 staðfestu Íslendingar að Stjórnarskrá þjóðarinnar er í fullu gildi og að endanlegt vald er í hennar höndum. Þetta vald nefnist fullveldi, sem merkir að endanlegt og ótakmarkað vald um málefni landsins verður ekki frá henni tekið. Endanlegt er fullveldið, vegna þess að ákvörðunum fullveldishafans verður ekki vísað til annars aðila. Ótakmarkað er fullveldið, vegna þess að það tekur til allra þátta sem fullveldishafinn ákveður.
5.12.2010 | 13:19
Evrópuhugsjónin fer halloka
Bjarni Jónsson á góða grein.
Örlagatímar eru nú í Evrópu vegna bresta sameiginlegu myntarinnar á evrusvæðinu. Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins (ESB), Herman van Rompuy, hefur lýst því yfir, að hrynji evran, þá líði ESB undir lok. Þessi ummæli vitna um sálarháska þeirra, sem telja Evrópumenn aðeins verða sáluhólpna, lúti þeir stjórnun og reglugerðasetningu miðlægs og sjálflægs skrifræðisbákns, sem lýtur takmörkuðu eða engu lýðræðislegu aðhaldi almennings í Evrópu. Þetta er ókræsileg Evrópuhugsjón, enda nær hún vart eyrum annarra en opinberra starfsmanna.
Smelltu hér til að lesa meira.
1.12.2010 | 21:14
Gleðilegan fullveldisdag
Aldrei aftur erlend yfirráð.
24.11.2010 | 21:12
Hrossakaup í ESB og vindmyllumenning Landsvirkjunar
Finnskir bændur reyna fyrir sér með hrossakaup suður í Evrópu þegar ESB hefur gert búskapinn hjá þeim að stöðnuðum styrkjaatvinnuvegi. Landsvirkjun íslenska virðist nú vera með áætlanir uppi um að koma hér á á vindmyllumenningu (eins og var í Evrópu fyrir nokkrum öldum) og helst að fara að stunda hrossakaup með íslenska orku í ESB og leggja sæstreng fyrir raforkuflutning þangað. Eins og hjá finnsku bændunum eru þessi ævintýri feigðarflan. Við fengum nóg af útrásartilraununum til ESB-landa og varla ástæða til að koma íslenskum bændum og Landsvirkjun af stað í hrossakaup þarlendis eftir þá reynslu.
Bjarni Jónsson skrifar um nýjar útrásarhugmyndir til Evrópu:
18.11.2010 | 23:13
Þjóðríki eru dauð samkvæmt ESB
Forseti ESB (ekki lýðræðislega kjörinn), Herman Von Rumpoy, telur að þjóðríki séu dauð. Hann telur að annað sé lygi. Andstæðingar ESB eru hótun við friðinn að hans mati, á móti þeim þarf nú að berjast á mörgum vígstöðvum. Þingmönnum Breska íhaldsflokksins varð svo mikið um ummæli forsetans að þeir kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu um nýju stjórnarskrá ESB. Hinn opinskái þingmaður Breska sjálfstæðisflokksins, Nigel Farage sagði:
Rumpy Pumpy er ófær um að stjórna. Þessi maður er yfirborgað stórslys sem vill leggja niður þjóð okkar
http://real-agenda.com/2010/11/12/nation-states-are-dead-says-european-union-chief/
8.11.2010 | 09:23
Fullveldið er háð skilgreinanlegum forsendum
Fulltrúar Evrópuríkissins gera lítið úr fullveldi þjóða og engu er líkara en saga þeirra fjölmörgu þjóða sem barist hafa fyrir fullveldi sínu sé þessu fólki að fullu gleymd. Látum vera að leiguþý þjóni húsbændum sínum, en er ekki fáranlegt að þetta fólk skuli halda fram þeirri heimskulegu fullyrðingu að afsal fullveldis almennings á Íslandi sé aukning á fullveldinu ?
Við höfum um hríð heyrt þessar fáránlegu fullyrðingar frá innlendum verkamönnum Evrópuríkisins, en nú fáum við tíðar heimsóknir frá öldruðum starfsmönnum ESB sem bera okkur þennan sama boðskap. Nýlega kom hingað fyrrverandi forsætisráðherra Franklands, að nafni Michel Rocard. Trúr sínum húsbændum, lagði hann sig allan fram við að koma til skila þeirri fullyrðingu, að afsal fullveldis Íslendinga til Evrópuríkisins væri í raun aukning á fullveldi okkar.