– Ákærur á ráðherra –

Mikil tíðindi eiga sér nú stað í stjórnmálalífi á Íslandi. Í fyrsta sinn í sögunni hefur Alþingi ákært ráðherra fyrir afglöp í starfi. Meirihluti þingsins vill ákæra með tveim þingályktunartillögum, önnur á þrjá ráðherra að tillögu Samfylkingarinnar, hin á fjóra að tillögu VG, Framsóknar og Hreyfingarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn á móti ráðherraákærum.

Enn á ný er Alþingi klofið eftir flokkslínum þó þingmenn hafi mörg orð um að sjálfstæði Alþingis sé í húfi. Almenningur mun fylgjast með hvernig vinnu Alþingis reiðir af í þessu máli. Nú heyrast háværar raddir innan þings sem utan, jafnvel frá lögmönnum um að Landsdómur sé úrelt fyrirbrigði sem taki ekki tillit til mannréttinda sakborninga og meðferð málsins þar sé á skjön við eðlilegan framgang ákæru.

Fundið er að því að Alþingi ákæri og síðan sé rannsakað. Vinnu Rannsóknarnefndar Alþingi og þingnefndarinnar sögð ekki koma í stað sakamálarannsóknar. Það er ekki að sjá  að þeir sem setja fram þessa gagnrýni og geri um leið lítið úr Stjórnarskránni og vönduðum lögum um Ráðherraábyrgð og Landsdóm hafi kynnt sér lögin sem endurskoðuð voru 1963 að frumkvæði Bjarna Benediktssonar þ.v dómsmálaráðherra og samin af Ólafi Jóhannessyni prófessor og síðar dómsmála-og forsætisráðherra. Við lestur laganna og greinargerðar með þeim kemur í ljós vönduð lögskýring og vilji löggjafans. Þar kemur jafnframt fram sú sérstaða sem lögin og dómurinn hefur eins og sjá má hér að neðan.

Það sem vekur líka athygli er sú hneykslan margra að virðulegir ráðherrar séu dregnir fyrir dóm fyrir vanrækslu í starfi. Ráðherrum hefur gjarnan líkt við skipstjóra, en þeir mega þakka sínu sæla fyrir að vera ekki dæmdir eftir Siglingalögum eins og alvöru skipstjórar.

Samkvæmt Siglingalögum er framgangur á vanræksla skipstjóra með svipuðum hætti og í Landsdómi, þ.e. ásakanir um vanrækslu rannsakaðar í Sjóprófi fyrir Héraðsdómi með vitnum og síðan dæmt í sama dómi. Ef skipstjóri er fundin sekur getur hann átt á hættu 4 ára fangelsi. Ráðherrann fær þó mun vandaðri meðferð og á einungis hættu á að fá 2 ára fangelsi. En skaðinn af vanrækslu skipstjórans getur aldrei orðið sá sem ráðherra getur valdið samfélagi sínu.

Hægt er að lesa greinina í heild sinni á nýju heimasíðu okkar.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband