Atlanefndin illa lesin

Atlanefndin vill kalla saman Landsdóm sem fornleifafræðingar telja stofnaðan 1905. En hún vill ekki aðeins ákæra afsetta ráðherra, hún kemur með margar tillögur og vill auka vald Alþingis. Hún vill endurbætur í stjórnsýslu, fjármálakerfi og boðar siðvæðingu.

Sjálfsagt allt í góðri meiningu. En tillögurnar eru sumar haldlitlar eða barnalegar og margar óframkvæmanlegar og aðalatriðin eru ekki nefnd á nafn. Nefndin áttar sig t.d. ekki á (eða vill ekki átta sig á) að Alþingi hefur ekki óskoðað vald til að setja lög. Alþingi þarf að fara eftir lögum ESB á mörgum sviðum sem varða EES-samninginn. Regluverkið um fjármálastarfsemina, sem m.a. leiddi til hrunsins, er frá ESB. Engin lög og reglur verða sett af íslenskum stjórnvöldum sem ekki samrýmast regluverki ESB sem gildir hér vegna EES-samningsins. Allra síst um fjármálageirann. Vald Alþingis verður ekki öflugt né heldur verða stjórnsýslan og fjármálakerfið aðlöguð þörfum landsins meðan EES-samningurinn er í gildi. Nema að nefndin vilji setja neyðarlög um stjórn landsins?

Atlanefndin hefði þurft að fara á námskeið, hún var greinilega ekki vel lesin. Bloggarinn mælir með að hún hefji nú lesturinn, þó seint sé, og byrji á skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, til dæmis 5. bindi.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband