Hvađ forđar okkur frá Icesave III?

Bretastjórn forđađi íslensku ţjóđinni frá Icesave I samningnum međ óbilgirni, forsetinn og ţjóđin sjálf forđuđu okkur frá Icesave II, spurningin er hver forđar framtíđar landsmönnum frá Icesave III?


Enn eina ferđina hefur ríkisstjórnin samiđ um kröfur Bretastjórnar á hendur íslenskum skattgreiđendum um ađ ábyrgjast innistćđur í Landsbankanum í Bretlandi. Enn er niđurstađan sú ađ upphćđin er óţekkt, ábyrgđ ríkisins er viđurkennd í verki, vextirnir og skuldin sömuleiđis. Ađalsamningamađur ríkisstjórnarinnar kom í sjónvarpiđ og margendurtók ţetta (“---liability, interests, amount unknown---”). Áhorfendur skyldu ţá strax ađ Icesave-máliđ er enn fast í sama farinu og ţađ hefur veriđ frá byrjun. Öllum leikum og lćrđum er löngu orđiđ ljóst ađ ţađ er engin ríkisábyrgđ á Icesave samkvćmt lögum og reglum. Samt treysta íslensk stjórnvöld sér ekki til ađ standa á rétti skattgreiđenda og hafna kröfum Bretastjórnar. Ţau hafa ekki einu sinni, á ţeim tveim árum sem krafan hefur veriđ ađ velkjast hjá ríkisstjórn og alţingi, tekiđ saman og birt ţegnum sínum og umheiminum ţau borđleggjandi lagarök gegn kröfum Breta sem allan tímann hafa legiđ fyrir. Ţann 10. janúar 2011 spyr InDefence-hópurinn, sem hvađ skeleggast hefur barist fyrir rétti ţjóđarinnar í málinu: “Af hverju voru ţjóđarhagsmunir ekki settir í forgrunn í ţessari deilu”?

Lesa meira.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband