Tveggja ára afmæli Bretaárásarinnar

Í dag, 8. október, 2010, eru tvö ár síðan Bretastjórn kyrrsetti eignir íslensku þjóðarinnar með „The Landsbanki  Freezing Order“ þar sem notuð voru lög gegn hryðjuverkamönnum og ógnarstjórnum á Ríkisstjórn Íslands, Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið. Sama dag fóru forsætisráðherra og fjármálaráðherra Hennar Hátingnar með óhróður um Ísland í alþjóða fjölmiðla auk þess að taka bæði Landsbanka og Kaupþingsbanka í Bretlandi og setja þá í þrot. Þetta var dagur hruns íslenska bankakerfisins og verstu árásar annars ríkis á Ísland frá landnámi og markar upphaf deilna við lönd og stofnanir ESB sem ekki sér fyrir endann á.  Það eru engin dæmi þess á friðartímum að ein þjóð hafi veist svo að annarri sem bresk yfirvöld gerðu þennan dag gagnvart íslendingum.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband