ESB Fylkingin.

Sigurbjörn Svavarsson skrifar:

Opnun "Sendiráðs" ESB er fyrsta stigið að því að hefja áróður sinn á mun hærra stig en hefur verið hingað til. Fram að þessu hefur fjáraustur ESB hér á landi farið í að búa til áróðurdeildir innan háskólanna og að borga ferðir og uppihald fyrir fulltrúa atvinnurekenda, ASÍ, íslenskra sveitarfélaga og stjórnarstofnanir í svonefndar "kynnisferðir" til Brussel, auk þess að halda úti vefsíðu fyrir Evrópusamtökin. Nú mun fjármagni verða ausið í auglýsingar og áróðursmyndir sem aldrei fyrr og áróðurssetrið fær diplómastimpill...

 

Smellið hér til að lesa meira.


Fáfræði skýrir stuðning Samfylkingarfólks við Icesave ríkisábyrgðina.

Ómar Geirsson ritar:

 

Í upphafi ICesave deilunnar komust forystumenn Samfylkingarinnar upp með að fullyrða að ICEsave ríkisábyrgðin væri þjóðréttarleg skuldbinding íslensku þjóðarinnar samkvæmt EES samningnum.  Þegar lagaspekingar þjóðarinnar bentu þeim á að um slíka ábyrgð væri hvergi kveðið á í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, þá var fullyrt að tilskipun ESB nr 94/19 um innlánstryggingar kvæði á um þessa ríkisábyrgð.  Og EES samningurinn skuldbatt íslenska ríkið að fara eftir þeirri tilskipun.

En í tilskipun ESB um innlánstryggingar kveður einmitt á um að aðildarríki séu ekki í ábyrgð fyrir tryggingasjóðum sínum, enda voru þeir settir á fót til að koma í veg fyrir þá samkeppnismismunun sem slík ríkisábyrgð gæti haft í för með sér...

 

Smellið hér til að lesa meira.

 

 

 


Stefna Samtaka Fullveldissinna

Stefna Samtaka Fullveldissinna er nú aðgengileg á heimasíðu okkar, og er viðhengd hér í pdf-skjali.

Hægt er að smella á „Heimasíða‟ hér til vinstri til að skoða heimasíðu okkar, eða fara beint á www.fullvalda.is.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Öfgasamtök og tjáningarfrelsi

Axel Þór Kolbeinsson ritar:

Eftir harmfarirnar í Evrópu um miðja síðustu öld hefur tjáningarfrelsi verið heft í ákveðnum málaflokkum.  Oft eru þeir sem hafa öfgafyllstu skoðanirnar sakaðir um að dreifa hatursáróðri.

En hvað er tjáningarfrelsi?  Tjáningarfrelsi eru þau mannréttindi að geta tjáð sínar skoðanir án ritskoðunar eða annara hafta...

Smellið hér til að lesa meira.

 


Andstaða við ESB-aðild eykst.

Í gær voru birtar tvær kannanir um afstöðu þjóðarinnar til ESB-aðildar.  Í báðum þeirra kemur fram að innan við þriðjungur þjóðarinnar er hlynntur inngöngu í Evrópusambandið.

Við tökum undir með meirihluta þjóðarinnar.


Markaður vs. spilavíti

Vala Andrésdóttir Withrow á alltaf góða pistla:

 

Á Ísland að vera með hlutabréfamarkað?

Verðbréfakaup og -sala í sinni einföldu, heiðarlegu og upphaflegu mynd fylgdi bæði almennri viðskiptaskynsemi og markaðslögmálum. Menn keyptu í þeim fyrirtækjum sem þeir gátu séð að myndu veita þeim arð á svipaðan hátt og kartöflubóndi velur sér gott útsæði. Þannig skapaðist kerfi þar sem fyrirtæki sem áttu sér gróðavon fengu fjármagn frá fjárfestum og verðmæti samfélagsins rötuðu á þá staði sem mest varð úr þeim. Bestu fyrirtæki samfélgsins fengu fjármagn til þess að skapa verðmæti og var útkoman aukin hagsæld, verðmætasköpun og ánægja bæði hjá fyrirtækjum og hjá fjárfestum.

Með tímanum hafa komið upp alls konar kerfi og tilbúningur til að svindla á þessari viðskiptaskynsemi t.a.m. með því að blása upp virði fyrirtækja og eigna þeirra. Þessi svokallaða "þróun" hlutabréfamarkaðarins gerði það að verkum að almenn skynsemi varð gagnslítil því lögmálin breyttust og innherjaviðskipti og fjárglæfraspil tók við af almennu viðskiptaviti á þessum markaði...

 

Lesa meira.

 


Icesave: Eigið skinn eða annarra?

Vala Andrésdóttir Withrow ritar:

 

Það gerist sjaldan að fólk talki viljandi á sig refsingu án ábyrgðar eða sektar. Fáir sjálfboðaliðar finnast til þess að sitja í fangelsi eða borga sektir fyrir glæpi sem þeir ekki hafa framið. Hvaða gjörðir teljast refsanlegir glæpir er á ábyrgð hlutlausra stjórnvalda að ákvarða, sem og að ákvarða um sekt eða sakleysi. Við þessa framkvæmd er notast við kerfi sem fólk heimtar yfirleitt að sé lýðræðislegt, réttlátt og óhlutdrægt.

Nú standa Íslendingar frammi fyrir alþjóðasamfélaginu með refsingu, sekt upp á mörg hundruð milljarða, sem greiða skal til Breta og Hollendinga, fyrir gjörð sem heitir Icesave...

 

Lesa meira.

 


Andstaða við aðild að ESB í hámarki

 

Heldur fleiri eru óánægðir en ánægðir með að sótt hefur verið um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þá hafa aldrei fleiri sagst andvígir aðild frá því að Samtök iðnaðarins tóku að láta gera kannanir fyrir sig um Evrópumálin. Um 50% segjast andvígir aðild en um 33% segjast hlynnt. Þá segjast um 17% hvorki hlynnt né andvíg aðild.

Könnunin var gerð af Capacent Gallup dagana 25. ágúst til 10. september 2009. Svarhlutfall var 52,3% af handahófsvöldu úrtaki úr þjóðskrá og var úrtakið 1.649 manns.

Þá var einnig spurt: Ef aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) yrði borin undir þjóðaratkvæði í dag, hvernig telur þú líklegast að þú myndir greiða atkvæði?

Þá kemur í ljós að 61,5% segja líklegt að þeir myndu sennilega eða örugglega greiða atkvæði gegn aðild en 38,5% sennilegt eða öruggt að þeir myndu greiða atkvæði með aðild.

Könnunina í heild sinni er að finna hér.


adild-saga-0800-0809

Frekjupólitík og skynsemispólitík

BjarniBjarni Harðarson á góðan pistil á vefritinu amx.is.  Smellið hér til að lesa hann.

Upprifjun á ályktun Samtaka Fullveldissinna frá 25. júní.

Samtök Fullveldissinna lýsa yfir andstöðu við fyrirliggjandi Icesave-samninga og lýsa undrun sinni á tilraunum ríkisstjórnarinnar til að hræða almenning og Alþingi með áróðri um einangrun þjóðarinnar frá alþjóðasamfélaginu verði samningarnir ekki samþykktir.

Lesið meira hér.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband