11.2.2012 | 20:20
Breiðfylkingin
Best er að taka fram til þess að forðast allan misskilning að Samtök fullveldissinna koma ekki að stofnun Breiðfylkingarinnar, en einstökum félagsmönnum er frjálst að fara eftir eigin sannfæringu eins og áður.
Við óskum Breiðfylkingunni farsældar sem og öðrum framboðum.
Möguleikar nýju framboðanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2011 | 13:08
Fullveldiskaffi í grasrótarmiðstöðinni
Samtök fullveldissinna bjóða gestum og gangandi upp á kaffi og meðlæti í tilefni fullveldisdagsins 1. desember frá klukkan 16:00 til 22:00 í Grasrótarmiðstöðinni að Brautarholti 4, Reykjavík.
Við vonumst til að sjá sem flesta og að geta átt vinalega stund saman.
Fagna fullveldisdeginum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.11.2011 | 12:10
Fullveldiskaffi
Samtök fullveldissinna bjóða gestum og gangandi upp á kaffi og meðlæti í tilefni fullveldisdagsins 1. desember frá klukkan 16:00 til 22:00 í Grasrótarmiðstöðinni að Brautarholti 4, Reykjavík.
Við vonumst til að sjá sem flesta og að geta átt vinalega stund saman.
Ratar þú ekki? Láttu já.is vísa þér leið.
2.2.2011 | 16:17
Bendum á samþykkt Samtaka fullveldissinna
Ef enginn fjölmiðill skyldi minnast á ályktun okkar sem var send til þeirra allra fyrr í dag viljum við benda fólki á hana:
Samþykkt stjórnar samtaka fullveldissinna um Icesave III
Þjónar hagsmunum að ljúka Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.2.2011 | 15:14
Samþykkt stjórnar samtaka fullveldissinna um Icesave III
Enn og aftur hefur ríkisstjórnin gert samning (Icesave III) við Breta og Hollendinga um kröfur þeirra á hendur ríkissjóði Íslands að ábyrgjast innistæður Icesave-reikninga í Landsbankanum. Enn er niðurstaðan sú að upphæðin sem lendir á íslenskum skattgreiðendum er óþekkt og er því samningurinn andstæður anda stjórnarskrárinnar um ríkisútgjöld en ábyrgð ríkisins er viðurkennd í verki sem vaxtabær og lögleg skuld. Öllum leikum og lærðum er löngu orðið ljóst að það er engin ríkisábyrgð á Icesave samkvæmt lögum og reglugerðum. Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna 6 mars 2010 veit umheimurinn að íslenskir skattgreiðendur ætla sér ekki að taka ábyrgð á óráðsíu einkabanka og hefur staðfesta landsmanna í Icesave-málinu eflt virðingu og traust Íslands þrátt fyrir hræðsluáróður ríkisstjórnarinnar um hið gagnstæða. Ríkisstjórnin hefur heldur ekki leitað eftir bótum frá Bretastjórn fyrir beitingu hryðjuverkalaga sem olli íslenska ríkinu og þegnum þess miklum skaða.
Samtök fullveldissinna telja sjálfsagt að semja um að nýta sem best eignir sem innheimtast í bú Landsbankans til greiðslu Icesave.
Þær yfirlýsingar sem íslenskir ráðherrar voru neyddir með hótunum til að gefa gagnvart ESB í þvingaðri stöðu rétt eftir hrun ber íslenskum stjórnvöldum að ómerkja.
Ríkisstjórnin hefur sýnt í þrígang að hún virðir ekki vilja landsmanna og treystir sér þar að auki ekki til að fara eftir gildandi lögum og reglum og standa á rétti íslenska ríkisins. Hún er því vanhæf og ætti að segja af sér.
Stjórn samtaka fullveldissinna 1.2.2011
1.2.2011 | 21:01
Norðmenn þurfa ekki EES-samninginn
http://www.abcnyheter.no/nyheter/okonomi/101024/nytt-eu-organ-kan-fa-overnasjonal-makt-i-norge
Vaxandi efasemdir eru um EES-samninginn í Noregi. Þýðing hans fer minnkandi með hverju ári vegna þróun verslunar á heimsvísu og Alþjóða viðskiptastofnunarinnar (WTO). Ávinningurinn af EES fyrir efnahag og viðskipti Noregs er að hverfa.
http://e24.no/myter-om-eoes/3991870
http://www.abcnyheter.no/borger/110114/eos-avtalen-trenger-vi-den
31.1.2011 | 18:20
Evrulönd föst í skuldafeni evrunnar
Sjá grein Gunnars Rögnvaldssonar um skuldakreppu evrulanda.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook
20.1.2011 | 13:49
Fréttaskýring Morgunblaðsins
Á blaðsíðu 12 í Morgunblaði gærdagsins (19. janúar 2011) var birt smávægileg klausa um Samtök fullveldissinna. Rétt er að taka eftirfarandi fram sem var ekki algerlega rétt með farið, svo og upplýsingar að auki:
- Tekjur félagsins eiga uppruna sinn í frjálsum framlögum, en ekki félagsgjöldum.
- Samtökin halda úti heimasíðu, ásamt þessari bloggsíðu og eru jafnframt virk á facebook.
- Samtökin voru stofnuð í maí 2009 og ársreikninga ætti að skoða í því samhengi.
14.1.2011 | 22:49
Hvað forðar okkur frá Icesave III?
Enn eina ferðina hefur ríkisstjórnin samið um kröfur Bretastjórnar á hendur íslenskum skattgreiðendum um að ábyrgjast innistæður í Landsbankanum í Bretlandi. Enn er niðurstaðan sú að upphæðin er óþekkt, ábyrgð ríkisins er viðurkennd í verki, vextirnir og skuldin sömuleiðis. Aðalsamningamaður ríkisstjórnarinnar kom í sjónvarpið og margendurtók þetta (---liability, interests, amount unknown---). Áhorfendur skyldu þá strax að Icesave-málið er enn fast í sama farinu og það hefur verið frá byrjun. Öllum leikum og lærðum er löngu orðið ljóst að það er engin ríkisábyrgð á Icesave samkvæmt lögum og reglum. Samt treysta íslensk stjórnvöld sér ekki til að standa á rétti skattgreiðenda og hafna kröfum Bretastjórnar. Þau hafa ekki einu sinni, á þeim tveim árum sem krafan hefur verið að velkjast hjá ríkisstjórn og alþingi, tekið saman og birt þegnum sínum og umheiminum þau borðleggjandi lagarök gegn kröfum Breta sem allan tímann hafa legið fyrir. Þann 10. janúar 2011 spyr InDefence-hópurinn, sem hvað skeleggast hefur barist fyrir rétti þjóðarinnar í málinu: Af hverju voru þjóðarhagsmunir ekki settir í forgrunn í þessari deilu?
14.1.2011 | 22:21
ESB-aðlögunin
ESB ætlast til að Ísland hefji strax upptöku ESB reglna áður en samningar um efniskafla hefjast.
ESB mun fylgjast náið með aðgerðum ríkisstjórnarinnar í vetur við að innleiða lög og reglur ESB. Ríkisstjórnin mun þurfa að setja fram fjölmörg lagafrumvörp í vetur til að uppfylla kröfur ESB.
Yfirlýsingar ESB frá því í sumar taka af allan vafa um hvernig aðlögunarferlið verður þrátt fyrir yfirlýsingar VG og SF um annað.