Fullyrt hefur verið ítrekað að innan Evrópusambandsins yrði Ísland áfram fullvalda ríki. Enginn rökstuðningur hefur þó fylgt þeim staðhæfingum. Í bezta falli hefur verið spurt hverjum detti í hug að ríki eins og Danmörk, Svíþjóð og Þýzkaland, sem þegar eru innan sambandsins, séu ekki fullvalda? Evrópusambandið sé nefnilega aðeins samstarfsvettvangur fullvalda ríkja.
Skemmst er þó frá því að segja að þetta er því miður alrangt. Ríki Evrópusambandsins, sem þann 1. desember sl. varð að sambandsríki með gildistöku Stjórnarskrár sambandsins (svokallaðs Lissabon-sáttmála), eru einfaldlega ekki fullvalda...