27.11.2009 | 11:58
Samþykkt stjórnar Samtaka Fullveldissinna vegna ríkisábyrgðar á Icesave-reikningum
Veiting ríkisábyrgða vegna innistæðna á Icesave-reikningum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi er brot á reglum um innistæðutryggingar sem í gildi voru á öllu EES þegar Landsbankinn komst í þrot. Krafan um ríkisábyrgðirnar er tilraun Bretastjórnar og ESB til þess að fjárkúga Íslendinga. Samþykki Alþingi enn frekari byrðar á þjóðina en það gerði sl. sumar er það ekki hlutverki sínu vaxið að gæta hagsmuna Íslands og ætti því að rjúfa þingið án tafar og boða til kosninga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook