Markaður vs. spilavíti

Vala Andrésdóttir Withrow á alltaf góða pistla:

 

Á Ísland að vera með hlutabréfamarkað?

Verðbréfakaup og -sala í sinni einföldu, heiðarlegu og upphaflegu mynd fylgdi bæði almennri viðskiptaskynsemi og markaðslögmálum. Menn keyptu í þeim fyrirtækjum sem þeir gátu séð að myndu veita þeim arð á svipaðan hátt og kartöflubóndi velur sér gott útsæði. Þannig skapaðist kerfi þar sem fyrirtæki sem áttu sér gróðavon fengu fjármagn frá fjárfestum og verðmæti samfélagsins rötuðu á þá staði sem mest varð úr þeim. Bestu fyrirtæki samfélgsins fengu fjármagn til þess að skapa verðmæti og var útkoman aukin hagsæld, verðmætasköpun og ánægja bæði hjá fyrirtækjum og hjá fjárfestum.

Með tímanum hafa komið upp alls konar kerfi og tilbúningur til að svindla á þessari viðskiptaskynsemi t.a.m. með því að blása upp virði fyrirtækja og eigna þeirra. Þessi svokallaða "þróun" hlutabréfamarkaðarins gerði það að verkum að almenn skynsemi varð gagnslítil því lögmálin breyttust og innherjaviðskipti og fjárglæfraspil tók við af almennu viðskiptaviti á þessum markaði...

 

Lesa meira.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband