Fundur í gær.

AxelSamtök Fullveldissinna héldu opinn spjallfund í gærkvöldi og mættu til okkar tveir alþingismenn, þeir Ásmundur Einar Daðason, VG og Pétur Böndal, Sjálfstæðisflokki.  Fundurinn sjálfur var vel mættur miðað við með hve skömmum fyrirvara boðað var til hans.

Rætt var um mögulega aðildarumsókn Ríkisstjórnar að ESB og Icesave samningana.  Voru fundarmenn sammála um það að fólk ætti að taka sig til og hafa samband við sem flesta alþingismenn, helst í eigin persónu en í síma eða tölvupósti annars, og gera þeim grein fyrir sinni afstöðu sem kjósenda.  Jafnframt var minnst á að auka fjölda fólks á Austurvelli í friðsömum mótmælum og fjölmenna á þingpalla.

Ég mun sjálfur vera við og í þinghúsinu næstu þrjá daga frá klukkan 14:00 - 17:00 ef einhverjir vilja slást í hópinn.

Hér er listi yfir alþingismenn og netföng og símanúmer þeirra.

f.h Samtaka Fullveldissinna

Axel Þór Kolbeinsson


Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband