31.1.2011 | 18:20
Evrulönd föst í skuldafeni evrunnar
Verðbréfafyrirtæki í ESB eru nú farin að reikna með tapi á ríkisskuldabréfum nokkurra evrulanda, trúa ekki lengur á að þau geti borgað. Lánakjör til ríkissjóða þessara landa eru orðin mjög slæm, skuldatryggingarálag þeirra er orðið mjög hátt og hærra en Íslands sem þó varð fyrir því að helsta fjármálaland Evrópu reyndi að loka fjármálakerfi landsins í heild sinni. Jaðarlöndin sleppa ekki úr skuldahelsinu, skuldir þeirra eru í nýja gjaldmiðli ESB, evru. Það er stöðugur gjaldmiðill og þau geta ekki bjargað efnahagnum með gengisfellingum eða peningaútgáfu (eins og við hér uppi á klakanum), það er á valdsviði seðlabanka ESB. Svo virðist sem viðbrögð Íslands í efnahagshruninu hafi verið skynsamlegri en hjá evruríkjum, verra er þó að núverandi ríkisstjórn hefur reynt (og reynir enn) að steypa ríkissjóði Íslands í glötun með Icesave.
Sjá grein Gunnars Rögnvaldssonar um skuldakreppu evrulanda.
Sjá grein Gunnars Rögnvaldssonar um skuldakreppu evrulanda.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:05 | Facebook