Hvað forðar okkur frá Icesave III?

Bretastjórn forðaði íslensku þjóðinni frá Icesave I samningnum með óbilgirni, forsetinn og þjóðin sjálf forðuðu okkur frá Icesave II, spurningin er hver forðar framtíðar landsmönnum frá Icesave III?


Enn eina ferðina hefur ríkisstjórnin samið um kröfur Bretastjórnar á hendur íslenskum skattgreiðendum um að ábyrgjast innistæður í Landsbankanum í Bretlandi. Enn er niðurstaðan sú að upphæðin er óþekkt, ábyrgð ríkisins er viðurkennd í verki, vextirnir og skuldin sömuleiðis. Aðalsamningamaður ríkisstjórnarinnar kom í sjónvarpið og margendurtók þetta (“---liability, interests, amount unknown---”). Áhorfendur skyldu þá strax að Icesave-málið er enn fast í sama farinu og það hefur verið frá byrjun. Öllum leikum og lærðum er löngu orðið ljóst að það er engin ríkisábyrgð á Icesave samkvæmt lögum og reglum. Samt treysta íslensk stjórnvöld sér ekki til að standa á rétti skattgreiðenda og hafna kröfum Bretastjórnar. Þau hafa ekki einu sinni, á þeim tveim árum sem krafan hefur verið að velkjast hjá ríkisstjórn og alþingi, tekið saman og birt þegnum sínum og umheiminum þau borðleggjandi lagarök gegn kröfum Breta sem allan tímann hafa legið fyrir. Þann 10. janúar 2011 spyr InDefence-hópurinn, sem hvað skeleggast hefur barist fyrir rétti þjóðarinnar í málinu: “Af hverju voru þjóðarhagsmunir ekki settir í forgrunn í þessari deilu”?

Lesa meira.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband