EES-samningurinn að eyðileggja saltfiskútflutninginn

Nú hefur sjávarútvegsráðherra bannað notkun hjálparefna í saltfiskframleiðslu. Þetta eru fosföt, óeitruð og með næringargildi, sem notuð eru í matvælaiðnaði um allan heim, ESB meðtalið. ESB leyfir notkun í matvæli, bara ekki í íslenskan saltfisk en við þurfum að hlíta tilskipunum ESB um þetta vegna EES-samningsins alræmda þó alltaf hafi verið sagt að sjávarútvegurinn sé undanþeginn honum. Danir og fleiri banna ekki fosfat í fiskinn í bráð, ekki heldur Færeyingar. Sjávarútvegsráðherra okkar er því nauðugur að beygja sig fyrir hótunum frá ESA, eftirlitstofnun ESB (fréttir telja ESA vera hluta af EFTA en það er blekkingaleikur, ESA er varðhundur ESB sem á að sjá til þess að Ísland, Noregur og Liechtenstein hlýði tilskipunum ESB vegna EES-samningsins). Þetta er stóráfall fyrir íslenskan útflutning. Spurningar hafa vaknað um hvort ESB, með hjálp erindreka sinna hjá ESA, sé með þessu að veikja frekar efnahag Íslands til að mýkja sjálfstæðisviljann vegna tilraunar ESB til að innlima Ísland. Eða kannske er verið að refsa Íslendingum fyrir að vilja veiða makríl sem ESB telur sig eiga, sama þótt hann sé á Íslandsmiðum.

Sjávarútvegsráðherra lét undan hótunum EFTA

Beinar og óbeinar efnahagsþvinganir


mbl.is Óbilgirni ESA og óvissa um störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband