7.11.2010 | 12:28
Evrópuþráhyggjan versnar
Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að losunarheimildir fyrir koltvísýtring á Íslandi skuli fengnar frá ESB með því að Ísland gangi inn í losunarkerfi ESB. Hún veit ekki að það kerfi er ónothæft og þjakað af svindli. Þetta þýðir í framkvæmd að ESB mun stjórna miklu og hafa neitunarvald um iðnaðaruppbyggingu framtíðarinnar hér en Íslendingar hafa hingað til ráðið því sjálfir hvenær, hvaða og hvort iðjuver eru reist hér. Þetta gerist á sama tíma og ljóst er orðið að ekkert alþjóðlega bindandi samkomulag næst um málið enda skortir það enn vísindalegan grundvöll. Einnig undirbýr ríkisstjórnin milljarðaaustur í þróunaraðstoð við ESB lönd (í gegnum þróunarsjóð EFTA sem er einn af aðgangsmiðum EES-samnings alræmda). Þetta gerist á sama tíma og tekjur landsins hafa hrapað, þúsundir íslenskra fjölskyldna þurfa aðstoð og ríkissjóður berst í bökkum en sendir starfsmenn sína í hópum út á gaddinn. Og þörfin fyrir atvinnuuppbyggingu hefur aldrei verið meiri.
http://www.stjr.is/Thingmalaskrar/
http://www.stjr.is/Thingmalaskrar/
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook