Samþykkt félagsfundar Samtaka Fullveldissinna um þjóðaratkvæðagreiðslu

Laugardaginn 6. mars næstkomandi verður efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrsta sinn á lýðveldistímanum. Hún markar tímamót í lýðræðisþróun landsins. Málskotsréttur forsetans í stjórnarskránni frá 1944 kemur nú fyrst til framkvæmda með þjóðaratkvæðagreiðslu. Í fyrsta skiptið á lýðveldistímanum verður ákvörðun um mikilvægt mál tekin utan valdakerfis stjórnmálaflokka. Þjóðin sjálf mun nú taka ákvörðunina.

Samtök Fullveldissinna skora á landsmenn að neyta atkvæðisréttar síns og greiða atkvæði um Icesave-lögin laugardaginn 6. mars, 2010.

Reykjavík 27.2.2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband