4.1.2010 | 15:39
Og hvað?
Sigrún Birna Einarsdóttir skrifar góðan pistil sem lýsir tilfinningum margra.
Ég er einföld sál og nenni ekki að velta mér upp úr pólitík. En ég er ekki þessi týpa sem bregst vel við hótunum og neita að láta traðka á mér. Ég ber enga ábyrgð á þessari Icesave vitfirru og get á engan hátt staðið undir áhættufjárfestingum breskra ríkisborgarar og sveitarfélaga sem ekki stóðust væntingar þeirra. Og það kemur ekki einhver kall frá Bretlandi og segir mér að ef ég borgi ekki þá hljóti ég verra af. Hver þykist hann vera? Hann er ekkert merkilegri pappír en hver annar og hvers vegna í ósköpunum á ég að óttast hann? Ísland er sjálfbært land og við getum fyllilega staðið undir okkur sjálf án einhverrar góðvildar frekjuþjóða sem vilja nýta vald sitt til að fá sínu framgengt...
Smellið hér til að lesa meira.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook