Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Þrjóskari en andskotinn?

AxelAxel Þór Kolbeinsson skrifar á bloggsíðu sína að hann sé þrjóskari en andskotinn, en hann hefur verið á Austurvelli og inni á alþingi undanfarna daga að ræða við þingmenn.

Smellið hér til að lesa færslu hans.

 


Atburðir dagsins og gjörningur annað kvöld

AxelNokkrir meðlima Samtaka Fullveldissinna hittust á Súfistanum í Lækjargötu í dag ásamt formanni Aðgerðarhóps öryrkja og fóru yfir stöðu mála.
Í framhaldi af því var ferðinni heitið að alþingishúsinu til að reyna að ná tali af alþingismönnum.  Við náðum ekki nema fimm þegar ég þurfti frá að hverfa en aðrir tóku við kyndlinum og vonuðust til að ná í það minnsta tveim í viðbót.  Við sátum reyndar á þingpöllum þegar Jóhanna sagði:

Mér heyrist hv. þingmaður bera mikla umhyggju fyrir áframhaldandi starfi þessarar ríkisstjórnar þannig að við skulum vona að atkvæðagreiðslan verði með þeim hætti að þessi ríkisstjórn starfi áfram.


Baráttan heldur áfram næstu daga og munum við hittast hvern dag á Súfistanum klukkan 13:30 og höldum þaðan að alþingi.  Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta.

Ég hvet alla sem geta að hafa samband við sem flesta þingmenn á hvaða hátt sem þeir geta, jafnvel með SMS-skeyti.  Munið að best er að ræða við þá af kurteisi því þannig komast okkar skilaboð helst til skila.  Látið þá vita að þið viljið ekki að neinn sitji hjá við atkvæðagreiðsluna um þetta stærsta mál frá lýðveldisstofnun.

Hér er hægt að nálgast tölvupóstföng og símanúmer þingmanna:  http://www.althingi.is/dba-bin/thmn.pl?lthing=.&tegund=%DE&nuvam=1

-----------------------------------------------------------------------

Mætum öll á Þingvöll til að heita á land okkar og þjóð.

Þriðjudaginn 14. Júlí klukkan 20.00 mun hópur fólks mæta á Þingvöll í litlu sætin fyrir framan miðja Almannagjá á svæðinu fyrir ofan Þingvallakirkju.  Þar munu þeir sem vilja fara með heit sín til lands og þjóðar.

Tilgangurinn með þessu er að vekja samhug okkar allra með fullvalda og frjálsri þjóð.

Þessi gjörningur verður ekki á vegum neinna samtaka eða annarra hópa, heldur er um einstaklinga að ræða sem koma allsstaðar að.

Guðni Karl Harðarson er hugmyndasmiðurinn á bak við þennan gjörning.

Ég hvet sem flesta til að mæta.

Axel Þór Kolbeinsson


Fundur í gær.

AxelSamtök Fullveldissinna héldu opinn spjallfund í gærkvöldi og mættu til okkar tveir alþingismenn, þeir Ásmundur Einar Daðason, VG og Pétur Böndal, Sjálfstæðisflokki.  Fundurinn sjálfur var vel mættur miðað við með hve skömmum fyrirvara boðað var til hans.

Rætt var um mögulega aðildarumsókn Ríkisstjórnar að ESB og Icesave samningana.  Voru fundarmenn sammála um það að fólk ætti að taka sig til og hafa samband við sem flesta alþingismenn, helst í eigin persónu en í síma eða tölvupósti annars, og gera þeim grein fyrir sinni afstöðu sem kjósenda.  Jafnframt var minnst á að auka fjölda fólks á Austurvelli í friðsömum mótmælum og fjölmenna á þingpalla.

Ég mun sjálfur vera við og í þinghúsinu næstu þrjá daga frá klukkan 14:00 - 17:00 ef einhverjir vilja slást í hópinn.

Hér er listi yfir alþingismenn og netföng og símanúmer þeirra.

f.h Samtaka Fullveldissinna

Axel Þór Kolbeinsson


Opinn spjallfundur

Sunnudagskvöldið 12. júlí kl. 20:00 munu Samtök Fullveldissinna halda opinn spjallfund í kjallaranum á Kaffi Rót í Hafnarstræti 17, Reykjavík.
Umræðuefnið mun vera ESB og tengd málefni.  Búist er við góðum gestum.

Við hvetjum sem flesta til að mæta.

 


Yfirlýsing stjórnar Samtaka Fullveldissinna um Icesave-samninga

Samtök Fullveldissinna lýsa yfir andstöðu við fyrirliggjandi Icesave-samninga og lýsa undrun sinni á tilraunum ríkisstjórnarinnar til að hræða almenning og Alþingi með áróðri um einangrun þjóðarinnar frá alþjóðasamfélaginu verði samningarnir ekki samþykktir.

Samtök Fullveldissinna minna á skyldur ríkisstjórnar og Alþingis við æsku landsins og hvetur þingmenn til að minnast loforða sinna um að standa með þjóðinni í endurreisn landsins. Það er ekki gert með auknum skuldbindingum sem geta vegið að afkomu allra þegna hennar til frambúðar.

Alþingi ber skylda til að standa á rétti Íslands í Icesave-málinu og láta fara fram ítarlega úttekt á þeim þjóðréttarlegu atriðum sem það varðar. Í núverandi gerð stenst samningurinn ekki lög og milliríkjasamninga. Ákvæði EES samningsins og lög um Tryggingarsjóð Innstæðueigenda undanskilja ábyrgð ríkisins, sbr álit Ríkisendurskoðunar.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Enn mótmælt á Austurvelli.

Mótmæli gegn IceSave samningunum halda áfram í dag.  Boðað hefur verið til mótmælastöðu á Austurvelli frá 14:00 og fram eftir degi.

Samtök Fullveldissinna hvetja þá sem ætla að taka þátt í mótmælum að hafa þau eins friðsöm og hægt er.


Mótmælastaða á Austurvelli

Boðað hefur verið til mótmælastöðu á Austurvelli kl.15:00 í dag á meðan þingheimur ræðir um Icesave samningana.
Bráðabrigðastjórn samtakanna hvetur fólk til að nýta sér sinn rétt á friðsömum mótmælum ef það svo kýs.

f.h. Bráðabrigðastjórnar

Axel Þór Kolbeinsson


Við þjóðaratkvæðagreiðslu skyldi horfa til sögunnar.

AxelAxel Þór Kolbeinsson skrifar á bloggsíðu sína:

 

Þegar til þjóðaratkvæðagreiðslu kemur um stór mál sem hafa í för með sér varanlega breytingu á stjórnskipulagi þjóðar er eðlilegt að líta til þeirrar síðustu.

Síðasta þjóðaratkvæðagreiðsla um málefni sem breytti stjórnskipulagi á Íslandi var þjóðaratkvæðagreiðslan um afnám sambandslaganna frá 1918.  Í 18.gr. þeirra laga er farið yfir þau skilyrði sem þurfti svo sátt gæti verið um svo stórt og víðtækt mál...

 

Smellið hér til að lesa meira.

 

 


Samtök fullveldissinna stofnuð.

Fyrr í þessum mánuði voru Samtök fullveldissinna stofnuð.  Fram að stofnfundi sem fyrirhugað er að halda í Ágúst var útnefnd þriggja manna bráðabrigða stjórn.

Samtökin hafa í hyggju að vinna á pólitískum grunni og stefna að framboði til Alþingis.

Meðal helstu baráttumála er að standa vörð um fullveldi Íslands, breytingar á lagaumhverfi fjármálastofnanna, endurskoðun hagstjórnar, aukin sjálfbærni þjóðarinnar og aukin samskipti við þjóðir heimsins með gerð fríverslunarsamninga og tvíhliða viðskiptasamninga.

Fulltrúar samtakana munu ferðast um landið í sumar til að kynna starf samtakanna og hugmyndir ásamt því að bjóða fólki að taka þátt í starfi okkar og móta sameiginlega grunnstefnu.  Tilkynnt verður um dagsetningar og staðsetningar þessara funda á þessari vefsíðu ásamt því að vefpóstur verður sendur til þeirra sem eru á póstlista okkar.

Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig á póstlista eru beðnir um að senda tilkynningu um það á l.listinn@gmail.com

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband