Og hvað?

Sigrún Birna Einarsdóttir skrifar góðan pistil sem lýsir tilfinningum margra.

 

Ég er einföld sál og nenni ekki að velta mér upp úr pólitík.  En ég er ekki þessi týpa sem bregst vel við hótunum og neita að láta traðka á mér.  Ég ber enga ábyrgð á þessari Icesave vitfirru og get á engan hátt staðið undir áhættufjárfestingum breskra ríkisborgarar og sveitarfélaga sem ekki stóðust væntingar þeirra.  Og það kemur ekki einhver kall frá Bretlandi og segir mér að ef ég borgi ekki þá hljóti ég verra af.  Hver þykist hann vera?  Hann er ekkert merkilegri pappír en hver annar og hvers vegna í ósköpunum á ég að óttast hann?  Ísland er sjálfbært land og við getum fyllilega staðið undir okkur sjálf án einhverrar góðvildar frekjuþjóða sem vilja nýta vald sitt til að fá sínu framgengt...

 

Smellið hér til að lesa meira.

 


Eigi skal slíta sundur friðinn.

Ómar Geirsson á góðan pistil:

 

Mælti Þorgeir Ljósvetningagoði næstum því.  Orðrétt sagði hann:

En nú þykir mér það ráð, að vér látim og eigi þá ráða, er mest vilja í gegn gangast, og miðlum svo mál á milli þeirra, að hvorirtveggju hafi nokkuð síns máls, og höfum allir ein lög og einn sið. Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn.

Þessi orð voru mælt árið 1000 eða svo segja annálar.  Núna í dag, eftir eitt þúsund og níu ár, þá lýsa þau best því ástandi sem við blasir í dag.

Þjóðin er klofin í herðar niður, og héðan af geta aðeins vitrir menn grætt þann klofning ef þjóðin á aftur að vera ein.  Ein þjóð sem býr áfram í landinu í friði og spekt.  

Og til að sameina þjóðina á ný þá þurfa margir aðilar í samfélaginu að leita í visku Þorgeirs Ljósvetningagoða til að slíkt takist.

Það sjá það allir hugsandi menn að 33 þingmenn geta ekki samþykkt ríkisábyrgð upp á 650 milljarða auk vaxta í andstöðu við mikinn meirihluta þjóðarinnar.  Og í andstöðu við stjórnarskrá íslenska lýðveldisins...

 

Smellið hér til að lesa meira.

 


Rjúfa ætti þing

Samtök Fullveldissinna hafa ályktað um þetta mál og er hægt að lesa þær hér og hér.

 


mbl.is Alþingi samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn síðasti naglinn í lygavaðal Samfylkingarinnar.

Ómar Geirsson á ágætan pistil:

 

Með lygum og blekkingum hefur Samfylkingin reynt að koma 1.000 milljarða króna ábyrgð á þjóð sína.  Líklegast hefur þetta vonskuverk verið réttlætt með því að annars fái þjóðin ekki aðild að Evrópubandalaginu, en forystufólk Samfylkingarinnar virðist trúa því upp á það ágæta bandalag að þar ríki lögleysa og sú villimennska að réttur hins sterka sé lög, ekki það sem sjálf lögin segja

Fyrst var reynt að telja þjóðinni í trú um að þegar stæði í lögum að ekki mætti  keyra yfir á rauðu ljósi, þá þýddi það í raun að það mætti, og þegar það stæði í reglugerð ESB um innlánsvernd að hún væri tryggð með Innlánstryggingakerfi, fjármagnað af fjármálafyrirtækjunum sjálfu, og aðildarríki væru ekki í bakábyrgð ef þau hefði komið á fót löglegu tryggingakerfi, að þá þýddi það í raun að um væri að ræða ríkisábyrgðarkerfi með bakábyrgð ríkisins...

 

Smellið hér til að lesa meira.

 


Fullvalda í ESB?



Fullyrt hefur verið ítrekað að innan Evrópusambandsins yrði Ísland áfram fullvalda ríki. Enginn rökstuðningur hefur þó fylgt þeim staðhæfingum. Í bezta falli hefur verið spurt hverjum detti í hug að ríki eins og Danmörk, Svíþjóð og Þýzkaland, sem þegar eru innan sambandsins, séu ekki fullvalda? Evrópusambandið sé nefnilega aðeins „samstarfsvettvangur fullvalda ríkja“.

Skemmst er þó frá því að segja að þetta er því miður alrangt. Ríki Evrópusambandsins, sem þann 1. desember sl. varð að sambandsríki með gildistöku Stjórnarskrár sambandsins (svokallaðs Lissabon-sáttmála), eru einfaldlega ekki fullvalda...


Rafræn þjóðaratkvæðagreiðsla

Okkur langar að benda á vefsíðuna http://www.islendingaval.is/ en þar er verið að reyna tækni við rafrænar þjóðaratkvæðagreiðslur.  Spurt er hvort alþingi eigi að synja eða staðfesta ríkisábyrgð á Icesave.  Við hvetjum sem flesta til að taka þátt.

 


Lítið skjól í Evrulandi

Guðmundur Ásgeirsson tekur saman:

 

Grikkland er í fjárhagslegum vanda, var í vikunni lækkað í einkunn hjá Fitch í fyrsta skipti í 10 ár og sett á athugunarlista með neikvæðar horfur hjá S&P, hlutabréfamarkaðir féllu meira en 6%. Undir venjulegum kringumstæðum væru þetta hræðilegar fréttir fyrir bankakerfi landsins þar sem lánshæfiseinkunn í A-flokki er skilyrði fyrir því að fá fyrirgreiðslu hjá evrópska Seðlabankanum, en vegna kringumstæðna á fjármálamörkuðum hefur hinsvegar verið slakað tímabundið á þessum skilyrðum. Það má því segja að vesalings Grikkirnir séu komnir á undanþágulista í Frankfurt...

 

Lesa meira.

 


Félagsfundur

Fyrsti félagsfundur vetrarins verður miðvikudaginn 9. desember klukkan 19:30 í Norðurstofu í Gerðubergi.  Gestir eru velkomnir.  Stjórninni þætti vænt um að þið senduð staðfestingu á mætingu ásamt fjölda svo hægt væri að bregðast við með stærri sal ef svo ber undir á netfangið fullvalda@fullvalda.is.

Fundarefnin eru:
  1. Stefnuskrá samtakana
  2. Önnur mál

Bestu kveðjur
Stjórnin

1. desember 2009

Á þessum 92. fullveldisdegi íslenskrar þjóðar sendir Samtök Fullveldissinna félögum sínum, velgerðarmönnum og landsmönnum öllum hamingjuóskir með 91 ár af fullveldi.

 


Samþykkt stjórnar Samtaka Fullveldissinna vegna ríkisábyrgðar á Icesave-reikningum

Veiting ríkisábyrgða vegna innistæðna á Icesave-reikningum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi er brot á reglum um innistæðutryggingar sem í gildi voru á öllu EES þegar Landsbankinn komst í þrot. Krafan um ríkisábyrgðirnar er tilraun Bretastjórnar og ESB til þess að fjárkúga Íslendinga. Samþykki Alþingi enn frekari byrðar á þjóðina en það gerði sl. sumar er það ekki hlutverki sínu vaxið að gæta hagsmuna Íslands og ætti því að rjúfa þingið án tafar og boða til kosninga.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband