Fullveldið er háð skilgreinanlegum forsendum

Fulltrúar Evrópuríkissins gera lítið úr fullveldi þjóða og engu er líkara en saga þeirra fjölmörgu þjóða sem barist hafa fyrir fullveldi sínu sé þessu fólki að fullu gleymd. Látum vera að leiguþý þjóni húsbændum sínum, en er ekki fáranlegt að þetta fólk skuli halda fram þeirri heimskulegu fullyrðingu að afsal fullveldis almennings á Íslandi sé aukning á fullveldinu ?

Við höfum um hríð heyrt þessar fáránlegu fullyrðingar frá innlendum verkamönnum Evrópuríkisins, en nú fáum við tíðar heimsóknir frá öldruðum starfsmönnum ESB sem bera okkur þennan sama boðskap. Nýlega kom hingað fyrrverandi forsætisráðherra Franklands, að nafni Michel Rocard. Trúr sínum húsbændum, lagði hann sig allan fram við að koma til skila þeirri fullyrðingu, að afsal fullveldis Íslendinga til Evrópuríkisins væri í raun aukning á fullveldi okkar.

Lesa alla greinina hér.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband